Fara í innihald

Fjórgengisvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjórgengisvél er tegund brunahreyfils, sem hefur fjóra takta í hverjum bruna í brunaholi vélarinnar. Einn taktur kallast það þegar stimpill fer úr efri dástöðu í þá neðri eða öfugt. Þannig fer sveifarás vélarinnar tvo heila hringi til að stimpillinn hreyfist 4 takta. Eldsneytisnýtni slíkra véla er 25 til 30% fyrir ottovélar og 37 til 44% fyrir dísilvélar. Fjórgengisvélar eru algengustu vélar í ökutækjum, s.s. bílum, vörubílum og dráttarvélum. Tvígengisvél hefur aðeins tvo takta og er algengust í léttum bifhjólum og stórum skipum.

Efri dástaða, áður en taktar hefjast 1 - Sogslag 2 - Þjappslag
Upphafsstaða (efri dástaða), sogslag og þjappslag.
Íkveikja 3 - Aflslag 4 - Útblástursslag
Íkveikja, aflslag og útblástursslag.