Dísilvél

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Dísilvél eru brunahreyfill sem gengur fyrir dísilolíu. Hún dregur nafn sitt af þýska verkfræðingnum Rudolf Diesel (1858 – 1913) sem fann upp dísilvélina þegar hann vann að því að finna upp vél með betri nýtni en gufuvélin hafði. Upphaflega hannaði Diesel vélina til að ganga á koladufti, næst gerði hann tilraunir með grænmetisolíu og loks með dísilolíu sem unnin var úr hráolíu.[1]

Dísilvélar ganga fyrir olíum sem innihalda kolvetniskeðjur sem samanstanda af um það bil 10 til 18 kolefnisatómum. Því til samanburðar ganga bensínvélar fyrir olíum sem innihalda kolvetniskeðjur úr um það bil 5 til 10 koletnisatómum. Kolvetniskeðjur dísilolíu hafa lægri sjálfskviknunarhitastig en kolvetniskeðjur bensíns, því þurfa dísilvélar ekki kerti til að kveikja í olíunni líkt og bensínvélar þurfa.[2][3]

Dísilvélar brenna eldsneyti undir eigin þrýstingi. Ferlið fer fram þannig að eldsneyti er sprautað inn í brunarýmið með dísum eftir að lofti hefur verið þjappað í rýminu. Við þetta kviknar í olíunni undan þrýstingi. Ólíkt bensínvélum, sem að blandar bensín og lofti saman áður en að kveikt er í eldsneytinu, þarf díselvélin því ekki kerti til þess að kveikja í eldsneytinu. Til að fá kveikihraðan sem mestan er díselolíunni dælt inn í brunaholið undir háum þrýstingi. Þess hærri þrýstingur, þess betra niðurbrot á úðanum og brunatíminn verður styttri. (aukin snerpa)

Dísilvélar eru oftast notaðar í skipum, vinnutækjum og sumum bílum. Flestir dísil bílar nú til dags hafa forþjöppu til að auka afl og nýtni vélarinnar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Rudolf Christian Karl Diesel“ (2009).
  2. Moore, Stanitski og Jurs. (2008).
  3. „Energy Information Administration“.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Moore John W., Conrad L. Stanitski og Peter C. Jurs. (2008). Chemistry: The Molecular Science (Thomson, Brooks Cole).
  • „Rudolf Christian Karl Diesel“ (2009), Britannica Online (Sótt 9. apríl 2009).