Fjárkláði
Psoroptes | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
"Psoroptes cuniculi"
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Psoroptes equi (Hering, 1838) | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
|
Fjárkláði er sjúkdómur af völdum fjárkláðamítils (Psoroptes ovis[1]) sem leggst á sauðfé.
Fjárkláðar á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Fjárkláði hefur tvisvar sinnum borist til Íslands, 1760 og 1855, í bæði skiptin með innfluttu fé. Olli fyrri kláðinn gríðarlegu tjóni, en við honum var brugðist með niðurskurði. Var honum útrýmt fyrir árið 1780 en hann kom fyrst upp á fjárræktarbúinu á Elliðavatni við Reykjavík og barst með enskum hrútum sem komu þangað til kynbóta. 60% fjár í landinu var skorið niður og skortur varð á mjólk, kjöti og ull. Heildartala fjár í landinu var því 40 þúsund.
Í seinna skiptið, fjárkláðanum síðari, kom kláðinn með enskum lömbum og tók það ný 20 ár að berjast við veikina. Miklar deilur urðu á Alþingi Íslendinga í þetta skipti um hvernig bregðast skyldi við. Kláðinn var læknaður að mestu leyti með skipulagðri böðun á sauðfé en var ekki útrýmt að fullu. Fram á síðustu ár hafa komið upp fjárkláðatilfelli.
Seinni kláðafaraldurinn varð til þess að settar voru upp varnarlínur á heiðum og í byggðum og varðmenn voru í skálum allt sumarið fram að göngum og ráku frá línunum, þegar mest lét vorum um 80 manns við slíkt eftirlit í einu. Því fé sem kom af sýktum svæðum yfir varnarlínuna var lógað strax og tök voru á. Varnargirðingar sem settar voru upp árið 1937 eftir að mæðiveiki barst til landsins og skiptu því í svæði gegndu sama hlutverki. Lengstar urðu þær um 2000 kílómetra langar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Halldór Pálsson. 1983. „Stefnur í sauðfjárrækt hér á landi“ Um sauðfé. Búnaðarfélag Íslands, Reykjavík.
- Hjalti Gestsson. 1997. Sauðfjárræktin á Suðurlandi. Þættir úr sögu fjárræktarinnar á 20. öld. Búnaðarsamband Suðurlands, Selfossi.
- Jón Torfason og Jón Viðar Jónmundsson. Íslenska sauðkindin. Bókaútgáfan Hofi, Hofi.
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sigurður H. Richter, Matthías Eydal, Sigurður Sigurðarson. „Óværa á sauðfé á Íslandi“. Búvísindi. Bændasamtök Íslands, Bændaskólinn á Hvanneyri, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Tilraunastöð háskólans í meinafræði, Veiðimálastofnun, 1997: . . (Vefútgáfa Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine)