Ferdinand 2. stórhertogi
Útlit
(Endurbeint frá Ferdinand 2. de' Medici)
Ferdinand 2. de' Medici (14. júlí 1610 – 23. maí 1670) var stórhertogi af Toskana frá 1621 til dauðadags. Hann var elsta barn Kosimós 2. stórhertoga og Maríu Magdalenu af Austurríki. Hann hafði mikinn áhuga á nýrri tækni og lét setja upp alls kyns mælitæki og sjónauka í Pitti-höll. Hann tók líka þátt í Castro-stríðunum gegn Úrbanusi 8. páfa. Stríðsreksturinn veikti efnahag ríkisins verulega. Valdatíð hans er talin marka upphaf efnahagslegrar hnignunar stórhertogadæmisins Toskana.
Fyrirrennari: Kosimó 2. de' Medici |
|
Eftirmaður: Kosimó 3. de' Medici |