Fangelsið Kvíabryggja

Hnit: 64°57′05″N 23°19′40″V / 64.95139°N 23.32778°V / 64.95139; -23.32778
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°57′05″N 23°19′40″V / 64.95139°N 23.32778°V / 64.95139; -23.32778

Fangelsið Kvíabryggja

Fangelsið Kvíabryggja er fangelsi á Snæfellsnesi.

Frá árinu 1955 voru vistaðir á Kvíabryggju menn, sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri[1]. Árið 1963 voru fyrstu refsifangarnir sendir þangað til afplánunar. Fyrst í stað voru þeir vistaðir með meðlagsföngunum en þeim síðarnefndu fækkaði í áranna rás. Aðalfangelsisbyggingin var tekin í notkun 1963. Árið 2007 var byggt við og nú rúmast 21 fangi í fangelsinu[1]. Aðstaðan á Kvíabryggju er með viðtalsherbergi, setustofu, eldhús og borðstofu, verkstæði, æfingasal og tómstundarrými[2]. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. Sauðfjárbúskapur er stundaður á Kvíabryggju sem fangar sjá að megninu um, ásamt fiðurfé[2]. Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli[1]. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slíkar aðstæður. Fangelsið er almennt aðeins ætlað körlum vegna húsakynna, en þar til nýlega gátu konur afplánað fangelsisvist sína þar[2].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Fangelsið Kvíabryggju“. Fangelsismálastofnun. Sótt 20. febrúar 2023.
  2. 2,0 2,1 2,2 Umboðsmaður Alþingis (2022). „Heimsóknarskýrsla. Fangelsið Kvíabryggju“ (PDF).

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi lögfræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.