Föstudagskvöld með Gumma Ben

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Föstudagskvöld með Gumma Ben (oft kallaðir Föstudagskvöld) voru skemmtiþættir og spjallþættir sem sýndir voru á Stöð 2. Þáttastjórnandi var Gummi Ben. Hinn umsjónarmaður var Sóli Hólm (Sólmundur Hólm Sólmundsson) sem sá um kynningar á gestunum og kom með nokkra dagskráliði inn á milli eins og Eftirhermuhjólið. Nafn þáttarins breyttist í annarri þáttaröð í Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla.

Þáttaraðirnar[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröðin var sýnd haustið 2019. Fyrstu níu þættirnir voru sýndir 27. september - 22. nóvember 2019. Tíundi þátturinn var sýndur 22. desember 2019 og var jólaþáttur.

Önnur þáttaröðin byrjaði 14. febrúar 2020 og endaði 3. apríl 2020. Hún var með átta þætti.

Dagskráliðir[breyta | breyta frumkóða]

Dagskráliðirnir voru:

  • Dagskrárkynning
  • Eftirhermuhjólið

Einnig voru nokkrir liðir í jólaþættinum:

  • Jólahjólið
  • Jólapakki