Fíkjutré
Útlit
(Endurbeint frá Fíkja)
Fíkjutré | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fíkjuviðarlauf og fíkjur
| ||||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Ficus carica L. |
Fíkjutré (eða fíkjuviðartré) (fræðiheiti: Ficus carica) er lauftré af mórberjaætt sem ber aldin sem nefnd eru fíkjur. Fíkjur eru á stærð við dúfuegg, sætar á bragðið og með mörgum smáum fræjum innan í. Þurrkaðar nefnast fíkjur gráfíkjur á íslensku og stundum í hálfkæringi kóngaspörð.
Eitt og annað
[breyta | breyta frumkóða]- Í Guðbrandsbíblíu stendur um Adam og Evu: „Þau festu saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sér af laufkyrtla“.
- Í Þúsund og einni nótt stendur: „Það er ekki allt hnot, sem er hnöttótt og ekki allt langt, sem er fíkja“.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Banjantré, hið indverska fíkjutré.
- Fíkjutré Benjamíns