Alfred Schütz
Útlit
Alfred Schütz (13. apríl 1899 – 20. maí 1959) var austurrískur lögfræðingur, heimspekingur og félagsfræðingur af gyðingaættum. Hann er einkum þekktur sem upphafsmaður fyrirbærafræðilegrar nálgunar á kenningar Max Webers í félagsvísindum. Hann tók þátt í Vínarhringnum. Hann flutti til Bandaríkjanna árið 1939 þar sem hann fékk stöðu við New School of Social Research í New York-borg. Í Bandaríkjunum varð hann fyrir áhrifum frá gagnhyggju og rökfræðilegri raunhyggju.