Félag grunnskólakennara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giljaskóli er grunnskóli á Akureyri. Á árinu 2022 voru 47.115 grunnskólanemendur á Íslandi í samtals 174 skólum. Félag grunnskólakennara telur 5.300 manns við kennslu og ráðgjöf.

Félag grunnskólakennara er fag- og stéttarfélag grunnskólakennara á Íslandi. Hlutverk þess er málsvörn þeirra tæplega 5.400 félagsmanna Kennarasambands Íslands sem sinna kennslu eða ráðgjöf í grunnskólum. Félagið er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands.[1]

Með stofnun félagsins í nóvember 1999 sameinuðust allir grunnskólakennarar landsins í fyrsta sinn í einu félagi.[2][3]

Félagið heldur aðalfund fjórða hvert ár. Hin árin er efnt til ársfundar.[4] Félagið gefur reglubundið út „Eplið“ sem er rafrænt upplýsingarit fyrir félagsmenn. Það er aðgengilegt á vef félagsins.[5]

Formaður Félags grunnskólakennara er Mjöll Matthíasdóttir.[6][7][8]

Svæðafélög[breyta | breyta frumkóða]

Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Það hefur aðsetur í Borgartúni 30, Reykjavík.

Svæðafélög eru grunneiningar Félags grunnskólakennara. Svæðafélögunum er ætlað að vera málsvari félagsmanna hvert á sínu svæði og fara með hagsmuni þeirra í samskiptum við skólana og vinnuveitendur. Þá koma þau að koma að gerð vinnustaðasamninga í samráði við stjórn Félags grunnskólakennara.[9]

Svæðafélögin starfa á eftirtöldum stöðum og svæðum:

 • Bandalag kennara á Norðurlandi eystra (BKNE)
 • Kennarafélag Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs (KMSK)
 • Kennarafélag Reykjaness (KR)
 • Kennarafélag Reykjavíkur (KFR)
 • Kennarafélag Suðurlands (KS)
 • Kennarafélag Vestmannaeyja (KV)
 • Kennarafélag Vesturlands (KFV)
 • Kennarasamband Norðurlands vestra (KSNV)
 • Kennarasamband Austurlands (KSA)
 • Kennarasamband Vestfjarða (KSV)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Íslands, Kennarasamband. „Félag grunnskólakennara“. Kennarasamband Íslands. Sótt 10. ágúst 2023.
 2. „Dagur - 216. tölublað - Blað 1 (12.11.1999) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. ágúst 2023.
 3. „Morgunblaðið - 257. tölublað (11.11.1999) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. ágúst 2023.
 4. Íslands, Kennarasamband. „Lög félagsins“. Kennarasamband Íslands. Sótt 10. ágúst 2023.
 5. Íslands, Kennarasamband. „Fréttabréf FG og myndbönd“. Kennarasamband Íslands. Sótt 10. ágúst 2023.
 6. „Skólavarðan - 2. tölublað (2022) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 10. ágúst 2023.
 7. Íslands, Kennarasamband. „Stjórn“. Kennarasamband Íslands. Sótt 10. ágúst 2023.
 8. „Sitjandi formaður Félags grunnskólakennara felldur - RÚV.is“. RÚV. 7. maí 2022. Sótt 10. ágúst 2023.
 9. Íslands, Kennarasamband. „Lög félagsins“. Kennarasamband Íslands. Sótt 10. ágúst 2023.