Félag kennara á eftirlaunum
Útlit
Félag kennara á eftirlaunum (FKE) er félag íslenskra kennara sem komnir eru á eftirlaun. FKE á aðild að Kennarasambandi Íslands. Félagssvæðið er allt landið.
Hlutverk félagsins er að fara með málefni félagsmanna Kennarasambands Íslands sem komnir eru á eftirlaun,
- halda fundi og námskeið,
- tilnefna fimm fulltrúa á þing Kennarasambands Íslands,
- efla félagsstarf meðal félagsmanna FKE,
- gæta hagsmuna lífeyrisþega.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Upplýsingar um FKE á vef Kennarasambands Íslands Geymt 14 desember 2019 í Wayback Machine
- Heimasíða félagsins