Eyrarteigur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyrarteigur er jörð í Skriðdal, sem liggur samsíða Fljótsdal að austanverðu og er bærinn í um 25 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Rétt fyrir ofan brúna á Þórisá í landi Eyrarteigs fannst kuml árið 1995.

Þjóðvegur 1 eða svokallaður hringvegur liggur um Skriðdal milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði. Í miðjum dalnum er Þingmúli (eða Múlakollur), lágt en einkennandi fjall sem til sést víða af Héraði. Þar undir var þingstaður Austfirðinga til forna og nefnast Múlasýslur eftir Þingamúlanum. Landnámsmaðurinn Ævar hinn forni bjó á Arnhólsstöðum í Skriðdal sem er rétt hjá Múlanum. Þaðan var einnig Björn Pálsson flugkappi og gerði hann m.a flugvöll fyrir neðan bæinn.

Norður af Múlanum og rétt norðan við umrædda Arnhólsstaði er Eyrarteigur. Fjallið upp af bænum Eyrarteigi heitir Skúmhöttur og er 1229 m hátt, næst hæsti tindur í Austfjarðafjallgarðinum, Kistufell 1231 m er rétt norðan við Skúmhött. Á tindinn liggur þekkt gönguleið og má finna upplýsingar um hana í bæklingum, vefsíðum og bókum um gönguleiðir á Austurlandi/Íslandi.

Rétt fyrir ofan brúna á Þórisá í landi Eyrarteigs fannst kuml árið 1995. Ekki sjást mikil ummerki um það en falleg og skemmtileg gönguleið er upp með gilinu sem Þórisáin rennur í.

Árið 1995 fannst fornmannsgröf rétt sunnan Þórisár í Skriðdal, spölkorn ofan við þjóðveginn. Þetta reyndist eitt merkasta kuml frá landnámsöld, sem fundizt hefur hér á landi. Ríkur höfðingi hefur veið heygður þar ásamt hesti sínum, vopnum og skartgripum. Grautarskál, sem fannst meðal munanna, vakti mikla athygli. Hún varð til þess, að sumir eigna kumblið landnámsmanninum Graut-Atla. Aðrir gizka á Ævar hinn forna. Kumlinu var komið fyrir með upphaflegum ummerkjum í Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. [1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.