Eyjaþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyjaþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. sachalinensis

Tvínefni
Abies sachalinensis
F.Schmidt

Abies sachalinensis (Eyjaþinur) er tegund barrtrjáa í ættinni Pinaceae. Hann finnst á Sakhalin-eyju og suður-Kúrileyjum (Rússland), og einnig á norður Hokkaido (Japan).

Fyrsta uppgötvun hans af Evrópumönnum var af Carl Friedrich Schmidt, a.k.a. F. Schmidt, a.k.a. Fedor Bogdanovich (1832-1908), baltnesk-þýskum grasafræðingi, á rússnesku eyjunni Sakhalin 1866, en hann kynnti hann ekki í Evrópu. Eyjaþinur var endurfundinn af enskum plöntusafnara, Charles Maries árið 1877 nálægt Aomori á aðaleyju Japans; Honshū, og hélt hann upphaflega að þetta væri afbrigði af Abies veitchii.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Zhang, D.; Katsuki, T.; Rushforth, K. (2013). Abies sachalinensis. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013: e.T42298A2970610. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42298A2970610.en. Sótt 17. nóvember 2021.
  2. James Herbert Veitch (2006). Hortus Veitchii (reprint. útgáfa). Caradoc Doy. bls. 80. ISBN 0-9553515-0-2.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.