Fara í innihald

Exem

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Exemblettir á höndunum.

Exem (úr grísku ἔκζεμα ekzema „gos“) er sjúkdómur sem veldur bólgu (oftast sem kláða, roða og sprungum) á húðinni.[1] Exem getur verið bundið við eitt svæði á húðinni eða getur dreifst um allan líkamann.

Orsök exems er oft óljós en það má stundum rekja til ofnæmis. Ofnæmisexem er útbreiddasta tegund exems en 80% barna greinast með það fyrir fimm ára aldur. Í 65% tilfella hverfa öll einkenni exems fyrir 16 ára aldur.[1]

Engin ein meðferð er við ofnæmisexemi. Draga má úr einkennum þess með því að bera rakakrem á húðina. Margir sem þjást af exemi þurfa að nota mismunandi tegundir rakakrems, stundum fleiri á sama tíma, og þurfa oft að skipta um tegund þar sem áhrif tiltekinnar tegundar rakakrems geta dvínað með tíma. Þegar exem blossar upp má nota sterakrem til að draga úr bólgu.[2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Hvað er exem og hver eru einkenni þess?“. Vísindavefurinn. Sótt 3. febrúar 2019.
  2. „Hvernig er best að meðhöndla exem?“. Vísindavefurinn. Sótt 3. febrúar 2019.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.