Fara í innihald

Evrópumeistaramót Íslands í mýrarbolta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Mýrarboltamótinu 2015.

Evrópumeistaramót Íslands í mýrarbolta, einnig kallað Mýrarboltinn á Ísafirði,[1] var árleg keppni í mýrarbolta sem haldin var á norðanverðum Vestfjörðum, oftast á Verslunarmannahelginni, á árunum 2004 til 2019. Svíþjóð heldur einnig evrópumeistaramót í mýrarbolta. Fyrsta óformlega mótið var haldið á Ísafirði haustið 2004 eftir að stofnendur þess höfðu tekið þátt í móti í Finnlandi.[2] Eftir það var mótið haldið árlega á Ísafirði, á sérbúnum völlum í Tungudal,[3] þangað til það fluttist til Bolungarvíkur árið 2016.[4] Árið 2011 var í fyrsta sinn veittur sérhannaður 170 cm hár farandbikar til þess liðs er náði bestum árangri í keppninni.[5]

Árið 2020 féll mótið niður vegna kórónuveirufaraldsins sem geisaði á Íslandi. Engin mót voru haldin næstu tvö ár á eftir og í júlí 2023 gáfu forsvarsmenn mótsins það út að ekki stæði til að endurvekja mótið aftur á þeirra vegum.[6]

  1. Gunnar Atli Gunnarsson; Hafþór Gunnarsson (2. ágúst 2014). „Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif“. Vísir.is. Sótt 14. júlí 2023.
  2. „Drullugóð stemning“. Dagblaðið Vísir. 2. ágúst 2013. Sótt 14. júlí 2023.
  3. Sigurgeir Garðarsson (Júní 2020). "Drullumall á daginn, stanslaust stuð á kvöldin!" Saga, þróun og framtíðarmöguleikar Mýrarboltans“ (PDF). Vísir.is. Sótt 14. júlí 2023.
  4. „Mýrarboltinn fer ekki fram í ár“. Morgunblaðið. 20. júlí 2022. Sótt 14. júlí 2023.
  5. „Mýrarboltabikarinn“. myrarbolti.com. Afritað af uppruna á 5. júní 2019. Sótt 14. júlí 2023.
  6. Ólafur Björn Sverrisson (13. júlí 2023). „Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til“. Vísir.is. Sótt 14. júlí 2023.