Fara í innihald

Evrópska hjólreiðasambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Evrópska hjólreiðasambandsins.

Evrópska hjólreiðasambandið er regnhlífarsamtök hjólreiðafélaga í Evrópu. Þau eru með 74 aðildarfélög frá 39 löndum, þar á meðal Landssamtök hjólreiðamanna á Íslandi. Samtökin standa fyrir Velo-city-ráðstefnuröðinni. Megináherslur samtakanna er að hafa áhrif á stefnu Evrópulanda í málefnum hjólreiðafólks, styðja þróun hjólreiðaferðamennsku (til dæmis í gegnum EuroVelo-verkefnið) og bæta öryggi hjólandi og annarra berskjaldaðra vegfarenda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.