Evika Siliņa
Evika Siliņa | |
---|---|
Forsætisráðherra Lettlands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 15. september 2023 | |
Forseti | Edgars Rinkēvičs |
Forveri | Arturs Krišjānis Kariņš |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 3. ágúst 1975 Ríga, lettneska sovétlýðveldinu (nú Lettlandi) |
Stjórnmálaflokkur | Eining[1] |
Maki | Aigars Siliņš |
Börn | 3 |
Háskóli | Háskóli Lettlands |
Evika Siliņa (f. 3. ágúst 1975) er lettneskur lögfræðingur og stjórnmálakona sem hefur verið forsætisráðherra Lettlands frá 15. september 2023. Hún er önnur konan til að gegna því embætti.[2] Frá 2022 til 2023 var hún velferðarmálaráðherra Lettlands í annarri ríkisstjórn Krišjānis Kariņš.[3][4] Hún er meðlimur í stjórnmálaflokknum Einingu.
Uppvöxtur
[breyta | breyta frumkóða]Siliņa er fædd í Ríga[5] þann 3. ágúst 1975.[6] Hún nam lögfræði við Háskóla Lettlands frá 1993 til 1997 og útskrifaðist með BA-gráðu í lögfræði. Hún hlaut síðar mastersgráðu í félagsvísindum, þjóðarétti og Evrópurétti við Framhaldslagaskóla Ríga.[7]
Frá 2003 til 2012 vann Siliņa sjálfstætt sem lögmaður og sérhæfði sig í alþjóðlegum og innlendum viðskiptarétti.[6] Á þessum tíma vann Siliņa jafnframt við lögfræðiþjónustu hjá opinberum fjarskiptastofnunum og við ráðgjöf hjá óháðum samtökum.[6]
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Í þingkosningum Lettlands árið 2011 gaf Siliņa kost á sér fyrir Umbótaflokkinn í Ríga en náði ekki kjöri.[8] Hún starfaði sem lögfræðiráðgjafi við lettneska innanríkisráðuneytið frá 2011 til 2012.[1]
Siliņa var þingritari í innanríkisáðuneytinu frá janúar 2013 til 23. janúar 2019.[9] Sem þingritari hlaut hún lof fyrir hreinskilni gagnvart blaðamönnum, meðal annars með því að útskýra afstöðu innanríkisráðuneytisins í ýmsum málum, og fyrir baráttu hennar gegn tilbúnu kannabisefni og dreifingu þess í Lettlandi.[10][11] Hún var jafnframt fulltrúi ráðuneytisins við nokkrar alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Interpol og CEPOL.[12]
Eftir að ríkisstjórn Krišjānis Kariņš var staðfest þann 23. janúar 2019 varð Siliņa þingritari forsætisráðherrans.[13][14] Siliņa bauð sig fram á þing í kosningum árið 2022 fyrir stjórnmálabandalagið Nýja einingu og náði kjöri.[15]
Þann 6. desember 2022 var tilkynnt að Siliņa yrði velferðarmálaráðherra í ríkisstjórn Krišjānis Kariņš.[16] Nýja ríkisstjórnin var staðfest 14. desember.[17]
Eitt helsta markmið Siliņa sem ráðherra var hækkun lágmarkstekna í Lettlandi.[18]
Þann 23. febrúar 2023 útnefndi forsætisráðherra hana í nýstofnaða Þemanefnd um fjármagn frá Evrópusambandinu.[19] Þann 4. júlí 2023 lagði ráðuneyti hennar Istanbúlsamninginn til samþykktar lettneska þingsins með nokkrum fyrirvörum.[20][21]
Forsætisráðherra Lettlands (2023-)
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að Krišjānis Kariņš forsætisráðherra sagði af sér 16. ágúst 2023 tilnefndi Ný eining Siliņa til að taka við af honum.[22] Þann 24. ágúst veitti Edgars Rinkēvičs forseti henni umboð til að mynda stjórn.[23]
Þann 29. ágúst neitaði lettneski Einingarlistinn að taka þátt í stjórnarmyndun með Siliņa.[24] Í byrjun september gaf Siliņa til kynna að hún hygðist mynda nýjan þingmeirihluta ásamt Bandalagi græningja og bænda (ZZS) og Framsóknarflokknum (P).[25] Tólf dögum síðar kynnti hún nýju stjórnina, þar sem Ný eining fékk sjö ráðuneyti, ZZS fjóra og P þrjá. Arturs Krišjānis Kariņš tók við embætti utanríkisráðherra.[26]
Stjórn Siliņa vann traustsyfirlýsingu á þingi þann 15. september 2023 með 53 atkvæðum.[27] Siliņa sagðist ætla að tryggja þátttöku rússneskumælandi minnihlutans í Lettlandi en efla lettneskukennslu fyrir menntakerfi á lettneska tungumálinu.[5] Stjórnin sagðist jafnframt ætla að auka fjárframlög til hernaðarmála og ljúka við byggingu tálma á landamærum Lettlands við Rússland og Belarús.[5] Stjórn Siliņa fundaði í fyrsta sinn síðar sama dag.[28] Siliņa er önnur konan sem hefur orðið forsætisráðherra Lettlands á eftir Laimdotu Straujuma árin 2014–2016.[29]
Einkahagir
[breyta | breyta frumkóða]Siliņa er gift Aigars Siliņš og á með honum þrjú börn.[1][5]
Auk móðurmáls síns, lettnesku, talar Siliņa ensku og rússnesku reiprennandi.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Evika Siliņa (CV)“. Puaro.lv (lettneska). 15. september 2023. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2023. Sótt 18. september 2023.
- ↑ „Saeima ar 53 balsīm apstiprina Evikas Siliņas valdību“. lsm.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 16. september 2023. Sótt 15. september 2023.
- ↑ „Evika Siliņa is New Unity's party pick for PM“. eng.lsm.lv (enska). Afrit af uppruna á 16. ágúst 2023. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ „Latvia Minister Silina Poised to Succeed Karins as Prime Minister“. Bloomberg.com (enska). 16. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 16. ágúst 2023. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 „Evika Silina führt Lettlands neue Regierungskoalition“. Die Presse (þýska). 15. september 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 6,3 „Parlamentārā sekretāre – Iekšlietu ministrija“. 3. september 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. september 2018. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ „Evika Siliņa“. 26. maí 2019. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2019. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ „11. Saeimas vēlēšanas, Centrālā vēlēšanu komisija“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2019.
- ↑ „Ministru prezidente“. Ríkisstjórn Lettlands. 25. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 16. september 2023.
- ↑ Zvirbulis, Girst (15. febrúar 2016). „Kurš patiesībā vada Iekšlietu ministriju? 23“. La.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 16. ágúst 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Evika Siliņa: narkotiku lietošanas ierobežošanā jārīkojas proaktīvi“. lvportals.lv (lettneska). 18. maí 2017. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Kas ir Jaunās Vienotības izvirzītā premjera amata kandidāte Evika Siliņa?“. tvnet.lv (lettneska). 17. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 17. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ Lūse, Lolita (26. október 2022). „Kariņa «labā roka» Evika Siliņa: Es esmu augs, kas nav lolots labā augsnē“. Santa.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 7. september 2023.
- ↑ Libeka, Māra (17. ágúst 2023). „Evika Siliņa – cita veida jaunā līdere?“. Lasi.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 7. september 2023.
- ↑ „Latvian minister Evika Silina asked to take PM role“. euractiv.com (bresk enska). 25. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 25. ágúst 2023. Sótt 25. ágúst 2023.
- ↑ ERR, ERR News | (6. desember 2022). „New Latvian coalition ministerial posts announced“. ERR (enska). Afrit af uppruna á 25. ágúst 2023. Sótt 25. ágúst 2023.
- ↑ „Saeima confirms the new Karins government“. The Baltic Times. Afrit af uppruna á 25. ágúst 2023. Sótt 25. ágúst 2023.
- ↑ „Welfare Minister: Raising minimum income level is priority“. lsm.lv. 27. desember 2022. Afrit af uppruna á 25. mars 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „'EU Fund Committee' formed by PM Kariņš“. lsm.lv. Afrit af uppruna á 26. febrúar 2023. Sótt 23. febrúar 2023.
- ↑ „Welfare Ministry puts forward ratification of Istanbul Convention with reference to Constitutional values for approval“. The Baltic Times. 4. júlí 2023. Afrit af uppruna á 4. júlí 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Minister on Istanbul Convention: stereotypes are hardest to fight“. lsm.lv. 13. júlí 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „«Jaunā Vienotība» oficiāli virza premjera amatam labklājības ministri Eviku Siliņu“. lsm.lv (lettneska). Afrit af uppruna á 17. ágúst 2023. Sótt 17. ágúst 2023.
- ↑ Presse, AFP-Agence France. „Latvian Minister Asked To Take PM Role“. barrons.com (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 24. ágúst 2023. Sótt 24. ágúst 2023.
- ↑ „United List declines Siliņa's four-party coalition offer“. lsm.lv. 29. ágúst 2023. Afrit af uppruna á 2. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „No more tangos: Siliņa to offer another three-party coalition with reduced Saeima majority“. lsm.lv. 1. september 2023. Afrit af uppruna á 9. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Precise shape of proposed new Latvian government revealed“. lsm.lv. 13. september 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ Eglitis, Aaron. „Latvia Gets New Prime Minister Evika Silina With Parliament Majority“. Bloomberg News. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 16. september 2023.
- ↑ „New Latvian cabinet has its first meeting“. lsm.lv. 15. september 2023. Afrit af uppruna á 17. september 2023. Sótt 17. september 2023.
- ↑ „Evika Siliņa is Latvia's new prime minister“. Politico (enska). 15. september 2023. Afrit af uppruna á 18. september 2023. Sótt 18. september 2023.
Fyrirrennari: Arturs Krišjānis Kariņš |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |