Fara í innihald

Eurostar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um Eurostar-lestarþjónustuna um Ermarsundsgöngin. Sjá greinina Eurostar Italia um samnefnda ítalska lestarþjónustu.
Eurostar-lestin í St Pancras-lestarstöðinni.

Eurostar er háhraðalest í Vestur-Evrópu sem tengir Lundúnir og Kent við París og Lille í Frakklandi og Brussel í Belgíu. Auk er takmarkuð þjónusta við Disneyland Resort Paris í Frakklandi. Lestir fara undir Ermarsundið um Ermarsundsgöngin.

Lestirnar eru með 18 vögnum sem geta náð 300 km/klst. hraða. Eurostar var tekin í notkun 1994.