Eurocard

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eurocard var greiðslukortaþjónusta sem var stofnuð af Skandinaviska Banken árið 1964 og átti að veita American Express samkeppni. Árið eftir var stofnað alþjóðlegt fyrirtæki, Eurocard International N.V., með höfuðstöðvar í Brussel. Árið 1968 tók Eurocard upp samstarf við hið bandaríska MasterCard sem þýddi að Eurocard-kort voru samþykkt um allan heim og MasterCard-kort í Evrópu. Árið 2002 sameinuðust Eurocard og MasterCard undir nafni þess síðarnefnda.

Eurocard var fyrsta greiðslukortaþjónustan á Íslandi. Kreditkort hf. var stofnað 1980 af athafnamanninum Ástþóri Magnússyni og þjónustan hófst 1. júní sama ár. Árið 1997 hóf Kreditkort hf. útgáfu MasterCard-korta.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.