Fara í innihald

Greiðslukort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kreditkort

Greiðslukort eru spjaldkort sem handhafi getur notað til að greiða fyrir vöru og þjónustu þar sem boðið er upp á slíkar greiðslur og viðeigandi tæki er til staðar. Yfirleitt er greiðslukortið tengt bankareikningi handhafans. Helstu gerðir greiðslukorta eru útlánakort, kreditkort, debetkort, bankakort, geymslukort og eldsneytiskort. Tæknin við að framkvæma greiðslu hefur þróast frá svokölluðum strauvélum sem þrykktu upphleypta stafi á kortinu á greiðsluseðil, til segulkorta og snjallkorta þar sem upplýsingar eru lesnar af segulrönd eða rafrás á kortinu. Snertikort eða nándarkort eru kort sem endurvarpa upplýsingum þráðlaust í móttakara.

Flest greiðslukort eru af staðlaðri stærð (85,60 × 53,98 mm) í samræmi við ISO/IEC 7810-staðalinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.