Fara í innihald

Evrópuaskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eskitré)
Askur
Lauf og ófullþroska ávöxtur
Lauf og ófullþroska ávöxtur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Smjörviðarætt (Oleaceae)
Ættkvísl: Eskiættkvísl (Fraxinus)
Geiri: Fraxinus sect. Fraxinus
Tegund:
F. excelsior

Tvínefni
Fraxinus excelsior
L.

Askur eða evrópuaskur (fræðiheiti Fraxinus excelsior) er tré af eskiættkvísl (Fraxinus).

Askurinn er einstofna tré með fremur mjóa krónu. Börkur er ljós og verða dökk brum mjög áberandi að vetri til. Blöðin eru stakfjöðruð og minna á blöð reyniviðar. Askur þarf rakan og frjósaman jarðveg, gott skjól og langt sumar.

Yfirleitt verður askurinn ekki eldri en 250 ára gamall, og er hann því fremur skammlíf tegund og getur sem margar slíkar náð miklum vexti á fyrstu árum sínum. Askurinn er í meðallagi stórvaxinn, allt að 46 m hár, en algengast að hann nái 20 til 35 metra hæð[1].

Vex hann í Evrópu frá Þrándheimsfirði í Noregi til suðurhluta Ítalíu.

Askur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Eskitré ættuð frá Leksvík í Norður-Þrændalögum (norðlægasta náttúrlega vaxtarstað asks) þroska fræ á Tumastöðum og Múlakoti í Fljótshlíð. Hafa þau náð að minnsta kosti 15 metra hæð. Aski hættir til að kala í frostum, helst á nóttunni.

Samansafn einstakra aska eða eskitrjáa kallast eski. Einnig heitir viður tegundarinnar eski eða eskiviður, og eru hlutir sagðir vera úr eski. Á sama hátt má nefna eskiskóg, eskilund og eskikjarr.

Eskitré í norðurhluta Frakklands
Útbreiðsla evrópuasks
  • „Hinn hátignarlegi askur“. Sótt 14. apríl 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 1. október 2015. Sótt 22. ágúst 2015.