Erlendur Sveinsson (sögupersóna)
Útlit
Erlendur Sveinsson er aðalpersónan í flestum (14 af 21) bóka Arnaldar Indriðasonar. Í bókunum er Erlendur fæddur 1948 og er að austan, nánar tiltekið Eskifirði en flutti til Reykjavíkur um 10 ára gamall. Ingvar E. Sigurðsson leikur Erlend í kvikmyndinni Mýrin sem kom út árið 2006.