Erkibiskupslén
Útlit
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Erkibiskupslén er kirkjustaður sem erkibiskup í Niðarósi tók undir sitt veitingarvald að loknum staðamálum síðari. Um var að ræða nokkra auðugustu kirkjustaði hérlendis, og voru þeir veittir að léni, sbr. kirkjulén. Oftast munu biskupar hérlendis hafa verið með í ráðum um veitingu þessara staða. Helstu erkibiskupslén voru:
- Breiðabólstaður í Fljótshlíð
- Oddi á Rangárvöllum
- Hítardalur
- Breiðabólstaður í Vesturhópi
- Grenjaðarstaður í Aðaldal
Þetta fyrirkomulag mun hafa verið við lýði frá því um 1300 fram undir siðaskipti, um 1540.