Fara í innihald

Erfðafestuland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erfðafestuland eða erfðafestublettur er land sem leigt er með óuppsegjanlegum samningi og leigurétti sem erfist eins og aðrar eignir. Algengt var á fyrri hluta 20. aldar að sveitafélög leigðu ræktunarlönd í kringum þéttbýli með þessum kjörum.[1]

Í Reykjavík var árið 1859 byrjað að úthluta lóðum til ræktunar nálægt Kvosinni. Árið 1918 var skipuð nefnd til að gera tillögur um að framræsa og þurrka upp mýrlendið austan bæjarins í Laugardal, Kringlumýri, Fossvogi, Vatnsmýri, Sogamýri og í landi Klepps. Á 2. og 3. áratug 20. aldar risu þar mörg smábýli á erfðafestublettum. Blettirnir voru afhentir til eignar gegn árlegri leigu en skylt var að afhenda byggingarlóðir úr landinu ef á þurfti að halda. Erfðafestulöndin voru leigð til ræktunar og ekki mátti reisa á þeim hús nema með leyfi bæjarstjórnar. Reglum um úthlutun á erfðafestulöndum var oft breytt og nú er hætt að úthluta lóðum með erfðafestu.[2][3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
<references>
  1. „Erfðafesta mitt á milli eignarréttar og leiguréttar“, Mbl.is 13. nóv. 2003.
  2. „Húsakönnun“, skýrsla, bls. 151[óvirkur tengill].
  3. „Reykjavík - úr sveit í borg“.