Eraserhead
Eraserhead | |
---|---|
Leikstjóri | David Lynch |
Handritshöfundur | David Lynch |
Framleiðandi | David Lynch |
Leikarar | Jack Nance |
Frumsýning | 19. mars, 1977 |
Lengd | 89 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | 16 |
Ráðstöfunarfé | $10,000 |
Eraserhead (í Frakklandi gefin út sem The Labyrinth Man) er kvikmynd frá árinu 1977 eftir David Lynch, en hann er handritshöfundur hennar og leikstjóri. Myndin er öll tekin í svarthvítu, og er næsta súrrealísk, en ber sterkan svip af þeim verkum Lynch sem á eftir fygldu, þó hún sé einstök í höfundaverki hans. Myndin hlaut lélega dóma í fyrstu, en hefur síðan eignast stóran aðdáendahóp og hefur haft áhrif á marga listamenn, og margir hrósað henni, jafnt Charles Bukowski og Stanley Kubrick.
Aðalleikari myndarinnar er Jack Nance en hann leikur Henry Spencer sem býr í niðurníddu iðnaðarhverfi og eignast ásamt Mary afar afmyndað barn utan hjónabands. Henry neyðist til þess að giftast kærustu sinni Mary sem er leikin af Charlotte Stewart. Hún flytur síðan inn til hans, en tekur svo upp á því að fara sí og æ aftur heim til móður sinnar til að sofa vegna þess að hún þolir ekki hvæs og grát barnsins, og umönnun þess lendir alfarið á Henry. Svo sýnist hann fari að dreyma mjög hryllilegan draum.
Myndin var 5 ár í vinnslu.