Eoin Colfer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Eoin Colfer

Eoin Colfer (fæddur 14. maí 1965 í Wexford á Írlandi) er írskur rithöfundur.

Eoin er þekktastur fyrir bækurnar um Artemis Fowl. Þær fjalla um undrabarn, Artemis, sem er ljóngáfaður glæpamaður. Jafnvel þótt hann sé bara táningur leggur hann í að ræna hulduveru og heimta lausnargjald. Honum órar ekki fyrir því að hulduveran og hann munu verða góðir vinir.

Eoin skrifaði líka bók sem heitir Óskalistinn. Þegar stelpa á táningsaldri brýst inn hjá gömlum manni er hún myrt og hverfur inn í göngin á milli himna og helvítis. Þá kemur í ljós að hún er „fjólublá“, en fjólublátt fólk er mitt á milli himins og helvítis. Hún er send til baka til að hjálpa manninum sem hún braust inn hjá að uppfylla óskir. Ef henni tekst það kemst hún til himnaríkis en ef henni mistekst fer hún til helvítis.

Barist við ókunn öfl fjallar um munaðarlausan strák, Cosmo Hill, sem lifir í framtíðinni í mengaðri stórborg. Þegar hann og vinur hans ætla að strjúka af munaðarleysingjahælinu fer allt úr böndunum. Cosmo deyr næstum og sér litlar, bláar verur sem sjúga úr honum lífsorkuna. Gengi sem kallar sig „Yfirnáttúrugengið“ kemur og bjarga honum á síðustu stundu. Cosmo gengur til liðs við gengið og berst með þeim við „skaðvaldana“, en það er það sem gengið kallar skepnurnar.