Fara í innihald

Engjaskraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Engjaskraut

Ástand stofns
Ekki metið (IUCN)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Mosar (Bryophyta)
Flokkur: Bryidae
Ættbálkur: Faxmosabálkur (Hypnales)
Ætt: Tildurmosaætt (Hylocomiaceae)
Ættkvísl: Rhytidiadelphus
Tegund:
R. squarrosus

Tvínefni
Rhytidiadelphus squarrosus
(Hedw.) Warnst.
Samheiti

Hypnum squarrosum Hedw.

Engjaskraut (fræðiheiti rhytidiadelphus squarrosus) er mosategund sem útbreidd er í Evrasíu og Norður-Ameríku og hefur einnig breiðst út á suðurhveli jarðar. Sprotar eru allt að 15 sm langir og á þeim blöð sem eru 2–2,5 mm og eru þau baksveigð og áberandi útstæð og minna á stjörnu þegar horft er beint ofan á sprotann. Engjaskraut myndar sjaldan gróhirslur og fjölgar sér því með kynlausri æxlun. Jurtin finnst helst í manngerðu umhverfi eins og grasflötum og golfvöllum.

R. squarrosus í Belgíu

Engjaskraut þolir ýmiss konar jarðveg allt frá kalkríku graslendi til súrra heiðarlanda. Engjaskraut er ein algengasta mosategund í grasflötum. Engjaskraut er algengt í þurru mólendi og kjarri á láglendi á Íslandi.

  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.