Fara í innihald

Elena Ferrante

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elena Ferrante er dulnefni ítalsks rithöfundar sem hefur slegið í gegn á heimsvísu með Napólífjórleiknum; Framúrskarandi vinkona (2012), Saga af nýju ættarnafni (2013), Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi (2014) og Sagan af barninu sem hvarf (2015). Sögurnar fjalla um tvær vinkonur sem fæðast í Napólí árið 1944 og reyna að komast af í umhverfi sem einkennist af ofbeldi og kúgun. Gerðar hafa verið kvikmyndir eftir skáldsögunum Óþægileg ást og Dagar höfnunar og árið 2018 kom út 8 þátta sjónvarpsþáttaröð á ítölsku eftir fyrstu Napólíbókinni.

Ekki er vitað hver er á bak við dulnefnið Elena Ferrante.

 • L'amore molesto (1992; ísl. þýð. Óþægileg ást, 2018)
 • I giorni dell'abbandono (2002; ísl. þýð. Dagar höfnunar, 2018)
 • La frantumaglia (2003)
 • La figlia oscura (2006)
 • La spiaggia di notte (2007)
 • L'amica geniale (2011; ísl. þýð. Framúrskarandi vinkona, 2015)
 • Storia del nuovo cognome (2012; ísl. þýð. Saga af nýju ættarnafni, 2016)
 • Storia di chi fugge e chi resta (2013; ísl. þýð. Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi, 2016)
 • Storia della bambina perduta (2014; ísl. þýð. Sagan af barninu sem hvarf, 2017)
 • L'invenzione occasionale (2019)
 • La vita bugiarda degli adulti (2019; ísl. þýð. Lygalíf fullorðinna, 2020)
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.