Eldstæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nútímalegt opið eldstæði

Eldstæði er innrétting þar sem kveikja má eld með öruggum hætti. Núorðið eru eldstæði í heimahúsum yfirleitt til skrauts en sögulega voru þau notuð til upphitunar herbergja eða húsa, matreiðslu og lýsingar. Orðið arinn á við opið eldstæði. Yfir arni er oft arinhilla sem upprunalega var ætlað til að fanga reykinn. Reykháfur leiðir reyk sem verður til við brennslu úr eldstæðinu og út úr húsinu.

Í eldstæðum má brenna ýmiss konar eldsneyti. Það eldsneyti sem verður fyrir valinu er breytilegt eftir heimssvæðum og í gegnum söguna. Á Norðurlöndum var eldiviður oft notaður vegna trjáauðgi. Nú á dögum eru til eldstæði sem ganga fyrir jarðgasi eða rafmagni.

Áhrif viðarreyks á heilsu og umhverfi[breyta | breyta frumkóða]

Áhrif á heilsu[breyta | breyta frumkóða]

Viðarreykur losar mikið magn af hættulegum efnum. Því hefur oft verið líkt við sígarettureyk, þar sem magn krabbameinsvaldandi efna er mun hærra og gerir viðarreyk um 30-falt meira krabbameinsvaldandi en sígarettureykur.[1] Viðarreykur ýtir til að mynda undir alvarleika og veldur astma, lungnaþembu, lungnakrabbameini, æðasjúkdómum, blóðtappa og hjartaáföllum.[2]

Áhrif á umhverfi[breyta | breyta frumkóða]

Ein klukkustund af viðarbruna í eldstæði veldur svipaðri umhverfismengun og bílferð frá Reykjavík til Mývatns.[3] Í Evrópu er útblástur sótagna meiri frá viðarbruna en allri umferð lagðri saman.[4] Þar að auki tekur á bilinu 50-80 ár af enduruppgræðslu að jafna útblástur gróðurhúsalofttegunda þegar tré er fellt og brunnið.[5]

Árið 2018 var gefin út íslensk vefsíða, eldstaedi.is Geymt 17 febrúar 2021 í Wayback Machine, sem gefur upplýsingar um áhrif viðarreyks á heilsu og umhverfi. Hún var samstarf við Þröst Þorsteinsson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, Ásu Einarsdóttur sérfræðing í barnalækningum og bráðalækningum, hollensku vefsíðuna www.luchtfonds.nl og Ferdinand Leferink formann tveggja góðgerðastofnana, Enar Kornelius Leferink háskólanema og David Marshall hugbúnaðarverkfræðingi í vefsíðusmíð.[6]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Wood vs Cigarette Smoke - Australian Air Quality Group - Woodsmoke“. woodsmoke.3sc.net. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2021. Sótt 20. desember 2020.
  2. „Links | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2021. Sótt 20. desember 2020.
  3. „Environment | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júlí 2021. Sótt 20. desember 2020.
  4. „Environment | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júlí 2021. Sótt 20. desember 2020.
  5. „Environment | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júlí 2021. Sótt 20. desember 2020.
  6. „About | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2021. Sótt 20. desember 2020.