Eldstæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nútímalegt opið eldstæði

Eldstæði er innrétting þar sem kveikja má eld með öruggum hætti. Núorðið eru eldstæði í heimahúsum yfirleitt til skrauts en sögulega voru þau notuð til upphitunar herbergja eða húsa, matreiðslu og lýsingar. Orðið arinn á við opið eldstæði. Yfir arni er oft arinhilla sem upprunalega var ætlað til að fanga reykinn. Reykháfur leiðir reyk sem verður til við brennslu úr eldstæðinu og út úr húsinu.

Í eldstæðum má brenna ýmiss konar eldsneyti. Það eldsneyti sem verður fyrir valinu er breytilegt eftir heimssvæðum og í gegnum söguna. Á Norðurlöndum var eldiviður oft notaður vegna trjáauðgi. Nú á dögum eru til eldstæði sem ganga fyrir jarðgasi eða rafmagni.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.