Eldra hof Aþenu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leifar hofsins sjást fyrir framan Erekþeionhofið

Hið forna hof Aþenu var hof á Akrópólishæð en nú er aðeins grunnur þess sjáanlegar.

Grunnflötur hofsins var notaður sem fyrirmynd að nokkrum hofum sem tileinkuð voru Aþenu Polias, verndara borgarinnar. Þau nýttu sér öll grunninn af eldri mýkenskri höll. Síðustu hofin eru tímasett allt til 5. aldarinnar f.Kr. og voru ef til vill byggð í kringum 525 f.Kr.

Það var viðarstytta (gríska: ξόανον, xoanon) af Aþenu við hofið sem er sögð hafa fallið af himnum. Persar eyðilögðu hvortveggja hofið og styttuna með eldi árið 480 f.Kr. Hofið var svo endurbyggt að hluta til og var notað til ársins 406 f.Kr., þegar ný viðarstytta af Aþenu hafði verið sett í stað hinnar og færð í Erekþeion, nú fullgerð.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.