Fara í innihald

Eldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Færeyskar sjókvíar í fiskeldi.

Eldi er hugtak sem er aðallega notað um ræktun villtra dýra í búrum eða kvíum, andstætt búfjárrækt sem á aðallega við um ræktun húsdýra. Eldi er í mörgum tilvikum svar við minnkandi veiði eða vaxandi eftirspurn eftir afurðum veiðidýra. Með eldi er líka hægt að jafna út sveiflur í stærð villtra stofna og draga úr ásókn í þá. Hins vegar eru tiltölulega fáar þekktar tegundir sem henta í eldi og það getur verið tæknilega mjög flókið að mæta grunnþörfum dýrategunda við eldisaðstæður og tryggja um leið fjárhagslegan ágóða.

Stórfellt eldi getur valdið mengun, t.d. vegna úrgangs, og getur líka valdið umhverfisslysum þegar eldisdýr sleppa út í náttúruna og blandast þar við náttúrulega stofna eða ná að fjölga sér á stað þar sem þær voru ekki til fyrir og valda þannig skaða. Dæmi um hið síðastnefnda er þegar minkar sluppu úr minkabúi árið 1931 og breiddust út um allt Ísland á stuttum tíma, en voru óþekktir áður. Eldisræktun, einkum loðdýrarækt, hefur líka verið gagnrýnd fyrir ómannúðlega meðferð á dýrum.

Dæmi um eldi

[breyta | breyta frumkóða]