Fara í innihald

Einsöngvarakvartettinn syngur lög Inga T. Lárussonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einsöngvarakvartettinn syngur lög Inga T. Lárussonar
Bakhlið
SG - 117
FlytjandiEinsöngvarakvartettinn
Gefin út1978
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason

Einsöngvarakvartettinn syngur lög Inga T. Lárussonar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1978. Á henni syngur Einsöngvarakvartettinn íslensk sönglög. Einsöngvarakvartettinn skipa: Magnús Jónsson, Sigurður Björnsson, Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. Raddsetning og söngstjórn Magnús Ingimarsson. Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari annast undirleik. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Magnús Ingimarsson. Forsíðumynd tók Studio 28, Reykjavík. Myndina af Inga T. Lárussyni lánaði Inga Lára dóttir hans góðfúslega. Hönnun umslags: SG-hljómplötur. Prentun og setning á umslagi: Grafik/Blik.


  1. Litla skáld - Texti: Þorsteinn Erlingsson - Einsöngvarakvartettinn syngur
  2. Lífið sá hún í ljóma þeim - Texti: Þorsteinn Erlingsson - Magnús Jónsson syngur
  3. Ég bið að heilsa - Texti: Jónas Hallgrímsson - Sigurður Björnsson og Kristinn Hallson, tvísöngur
  4. Í svanalíki - Texti: Einar Benediktsson - Einsöngvarakvartettinn syngur
  5. Sólskríkjan - Texti: Páll Ólafsson - Kristinn Hallsson syngur
  6. Nú sé ég og faðma þig syngjandi vor - Texti: Þorsteinn Erlingsson - Kristinn Hallsson syngur
  7. Sumargleði - Texti: Bjarni Jónsson frá Vogi - Magnús Jónsson og Guðmundur Jónsson, tvísöngur
  8. Íslands Hrafnistumenn - Texti: Örn Arnarson - Einsöngvarakvartettinn syngur
  9. Átthagaljóð - Texti: Sigurður Arngrímsson - Einsöngvarakvartettinn syngur
  10. Það er svo margt - Texti: Einar E. Sæmundsson - Guðmundur Jónsson syngur
  11. Hríslan og lækurinn - Texti: Páll Ólafsson - Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson, tvísöngur Hljóðdæmi
  12. Heyr mig, lát mig lífið finna - Texti: Einar Benediktsson - Einsöngvarakvartettinn syngur
  13. Heimþrá - Texti: Indriði Einarsson - Sigurður Björnsson syngur
  14. Það vorar, það vorar - Texti: Valdimar V. Snævarr - Einsöngvarakvartettinn syngur
  15. Eins og vorblær - Texti: Hannes Hafstein - Sigurður Björnsson og Guðmundur Jónsson, tvísöngur
  16. Ó, blessuð vertu sumarsól - Texti: Páll Ólafsson - Einsöngvarakvartettinn