Einar Þorgrímsson
Einar Þorgrímsson fæddur 30. september 1949 í Reykjavík og býr þar. Er íslenskur rithöfundur og spennusagnahöfundur sem hefur skrifað nokkrar unglinga/ungmenna bækur:
Hann skrifaði sína fyrstu barna- og unglingabók "Leynihellirinn" 1965 og gaf hana síðan út sjálfur 1970 (Bókaútgáfa Einars Þorgrímssonar).
Hans önnur bók "Leyndardómar eyðibýlisins" kom út 1971, en samkvæmt frétt Alþýðublaðsins 29. desember það sama ár, varð hún vinsælasta unglingabókin það árið.
Bókin var endurútgefin í kilju 1992 af bókaútgáfunni Ísfólkið.
Þriðja bókin " Ógnvaldur skíðaskálans" kom síðan út 1972. Fjórða bókin "Ógnir kastalans" kom út 1975. Fimmta og síðasta bókin "Myrka náman" kom síðan út árið 1976.
Allar þessar bækur voru gefnar út af höfundinum sjálfum og eru ófáanlegar.
Hann samdi söngtextann "Akureyri" á barnaplötu Ruthar Reginalds "Furðuverk" og lagið var endurútgefið á geisladisknum "Bestu barnalögin" árið 2003.
Gaf út sinn fyrsta barnadisk "Afríka - Söngur dýranna" í júní 2013 sem inniheldur 12 frumsamin sönglög með frumsömdum textum.
Sögumaðurinn leiðir hlustendur um svæðin, á öllum barnadiskunum, þar sem hann segir lítillega frá dýrunum og hljóðritar söng þeirra.
25. október 2014 kom út nýr barnadiskur "Dýr merkurinnar - Söngur dýranna" sem inniheldur 12 frumsamin sönglög með frumsömdum textum og sögumaðurinn segir frá.
Árið 2016 kom út nýr barnadiskur "Ísland - Söngur dýranna" með 14 frumsamin sönglög, með frumsömdum textum og sögumaðurinn segir frá.
Árið 2019 gaf, Stúdíó Norn, út nýjan barnadisk með 12 frumsömdum sönglögum og textum ásamt sögumanni. Barnalögin voru þá orðin 50 að tölu.
Stúdíó Norn gaf einnig út 6 laga disk fyrir eldra fólk árið 2017 "Laugardagskvöld", og 6 laga disk fyrir eldra fólk árið 2018 "Föstudagskvöld".
Snemma árs 2014 gaf höfundur út spennusögu (rafbók) fyrir börn og ungmenna sem ber heitið "Óðal óttans" (vinnuhandrit "Villuvitinn").
Höfundur var góður frjálsíþróttamaður og varð drengjameistari Íslands, þá 17 ára, í 100 metra hlaupi, 9. júlí 1966 á 11.5 sekúndum.
Meiddist 1967 og varð að hætta.
Setti Ísland- og Norðurlandamet í bekkpressu í millivigt (75 kg.) 4 desember 1973 með þyngdinni 157.5 kg.
Varð meistari í Opnum flokki á Skákþingi Íslands 1997 með 8,5 vinninga af 9 skákum.
"Óðal óttans" (2020) er fyrsta spennubókin í 5 bóka ungmennabókaflokki um Ericsonfjölskylduna. Næsta spennubókin "Manndýrið" er fyrir ungmenna og kemur út árið 2021.