Eimað vatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flaska fyrir eimað vatn á apóteki í Madríd

Eimað vatn er vatn sem búið er að fjarlægja óhreinindi úr, svo sem kalk og sölt, með eimingu. Við eimingu er vatnið soðið og gufan þétt í hreint ílát. Markmiðið er að ná hreinu H2O en til eru ýmsar gráður hreinleika.

Eimað vatn er mikið notað í tæknilegu samhengi, svo sem í tilraunum þar sem óhreinindi geta truflað aðferðina. Ein helstu notkun eimaðs vatn er í blýsýrurafgeymi í bílum, þar sem jón og önnur óhreinindi draga töluvert úr endingartíma hans.

Stundum er eimaðs vatns neytt sem drykkjarvatns, en ekkert bendir til þess að það sé hollara en kranavatn. Því engin steinefni eru í eimuðu vatni geta það jafnvel haft neikvæð áhrif á líkamann ef eingöngu þess er neytt og ekki venjulegt vatn til langs tíma.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.