Egilshöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Egilshöll árið 2007.

Egilshöll er 24.000 fermetra íþrótta-, tónleika- og kvikmyndahöll í Grafarvogi, Reykjavík. Hún geymir 10.800 fermetra knattspyrnusal, auk skautahallar og skotævingarsvæðis. Skautahöll hennar er heimavöllur Ísknattleiksfélagsins Bjarnarins.[1]

Fyrstu tónleikar í Egilshöll voru með Metallica 4. júlí 2004. 18 þúsund miðar seldust á tónleikana og upphitunarhljómsveitir voru Brain Police og Mínus.[2] Sumarið 2005 var knattspyrnusalur Egilshallarinnar nýttur í fimm stórtónleika; Placido Domingo 14. mars,[3] Iron Maiden 7. júní með 10.000 áhorfendur[4] og loks tónlistarhátíðin Reykjavík Rocks. Reykjavík Rocks samanstóð af tónleikum Duran Duran 30. júní með 12 þúsund gestum[5] og tónleikum Foo Fighters og Queens of the Stone Age 5. júlí.[6]

Í mars 2010 gerðu Sambíóin samning um leigu á kvikmyndarhúsi Egilshallarinnar til 30 ára.[7]

Tónleikar[breyta | breyta frumkóða]

Listamaður Dagsetning Fjöldi
Metallica 4. júní 2004 18.000
Plácido Domingo 14. mars 2005 5.000
Iron Maiden 7. júní 2005 10.000
Duran Duran 30. júní 2005 11.000
Foo Fighters & Queens of the Stone Age 5. júlí 2006 ?
Roger Waters 12. júní 2006 15.000

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Um egilshöll“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. ágúst 2012. Sótt 25. júlí 2011.
  2. Tveir fingur upp Morgunblaðið
  3. Umferðarteppa við Egilshöll Morgunblaðið
  4. Tónleikar Iron Maden Geymt 13 apríl 2012 í Wayback Machine Lögreglan
  5. Duran Duran Reykjavík Grapevine
  6. Reykjavík rokkar 2005 Morgunblaðið
  7. Sambíóin í Egilshöll Morgunblaðið