Fara í innihald

Egill Sigfússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Egill Sigfússon (16501723) var kennari og skólameistari í Hólaskóla og síðan prestur í Glaumbæ á Langholti. Hann var gott latínuskáld og sagður mikill gáfumaður.

Egill var sonur séra Sigfúsar Egilssonar dómkirkjuprests á Hólum og áður skólameistara og seinni konu hans Ólafar Sigfúsdóttur. Hann útskrifaðist úr Hólaskóla og hélt síðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Hann sneri aftur til íslands 1678 og árið 1683 varð hann skólameistari í Hólaskóla og gengdi því starfi í tólf ár, eða til 1695.

Þá var hann vígður prestur í Glaumbæ en missti prestsskap tveimur árum síðar af því að hann hafði eignast son í lausaleik með Sigríði Geirsdóttur, systur Þorsteins Geirssonar sem var skólameistari næstur á undan honum. Hann fékk þó embættið aftur aðeins einu ári síðar en þurfti að borga 50 dali fyrir.

Kona Egils var Þuríður, dóttir Jóns Bjarnasonar bónda í Stafni í Svartárdal. Þau áttu tvær dætur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Skólameistaratal í Hólaskóla". Norðanfari, 51.-52. tölublað, 1883“.
  • „„Saga latínuskóla á Íslandi til 1846". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14.árgangur 1893“.