Egg, Inc.
Egg, Inc is er tölvuleikur fyrir snjalltæki. Leikurinn sen er smellileikur er til á Android and iOS tæki. Markmið leiksins er að spilari reki eggjabú með sem mestum hagnaði.
Leikframvinda byggir á því að spilari smellir á rauðan hnapp með smámynd og útlínumynd af hænu. Þegar smellt er á hnappinn breytist hann í rauða slá. Þegar smellt er á slána þá er kjúklingasvermi er hleypt út úr útungunarstöð og kjúklingahópar fara á stjá en það þarf að hýsa þá, alla á heilnæmu fæði og hirða egg. Það sem fæst fyrir sölu eggja má svo nota til að bæta við búið og búa í haginn til framtíðar svo sem með að setja fé í rannsóknir sem auka verðmæti eggja og stytta framleiðslutíma. Einnig má auka gróða hæsnabúss með því að byggja verksmiðjubú með stærri hænsnahúsum og stærri sendiferðabílum til eggjaflutninga og reisa fleiri kornsíló.
Sumar rannsóknir eru greiddar með gulleggjum. Á nokkurra mínútna fresti keyrir hvítur sendibíll framhjá og afsetur pakka af peningum, því meiri eftir því sem búið er stærra og framleiðir verðmætari egg. Drónar eru á sveimi og ef smellt er á þá þá gefa þeir peninga og stöku sinnum gullegg. Þegar eggjabúið verður nógu verðmætt þá getur spilari uppfært og farið að framleiða og selja verðmætari egg.
Einn valkostur er orðstír (e. prestige). Ef það er valið þá endurstillist framgangan en með orðstír þá vinnast svokölluð sálaregg sem hvert um sig eykur hagnað býlisins um 10%.
Í leiknum eru ýmis konar egg og eru þau mismunandi og bætast fleiri tegundir við:
- mataregg (e. edible eggs)
- ofurfæðisegg (e. superfood egg)
- læknisegg (e. medical egg)
- eldflaugaregg (e. rocked fuel egg)
- ofurefnisegg (e. super material egg)
- samrunaegg (e. fusion egg)
- skammtaegg (e. quantum egg)
- ódáinsegg (e. immortality egg)
- tachyon ofurhraða egg (e. tahcyon egg)
- gravitonegg (e. graviton egg)
- dilithium orkukristalaegg (e. dilithium egg, dilithium voru orkukristallar í Starwar heiminum.)
- sjáanda egg (e. prodigy egg)
- jarðsköpunaregg (e. terraform egg)