Smellileikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smellileikur er tölvuleikur þar sem leikframvinda felst í að spilarinn geri einfalda hluti eins og smella margoft á snertiskjá til að fá þá leikmynt eða þau verðmæti sem notuð er í leiknum. Það geta verið hlutir eða færni sem eykur möguleika og hraða við að fá hluti. Vanalegt er að stig eða afkoma spilara í slíkum leik byggist á tímatengdum tekjum sem birtast myndrænt eins og byggingar svo sem verksmiðjur eða bóndabýli. Í sumum smellileikjum þurfa spilarar að safna margs konar myntum til að fara í gengum leikinn. Stundum heldur leikurinn áfram í tíma þannig að spilarinn þarf ekki einu sinni að smella. Smellileikir urðu vinsælir árið 2013 með leiknum Cookie Clicker en eldri leikir eins og Cow Clicker og Candy Box voru byggðir á sama grunni. Árið 2015 fóru slíkir leikir að sjást á Steam leikjaveitunni.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „The rise of clicker games“. VentureBeat (bandarísk enska). 28. nóvember 2015. Sótt 3. mars 2022.
  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.