Sjómannavalsar
Útlit
(Endurbeint frá EXP-IM 35)
Sjómannavalsar | |
---|---|
EXP-IM 35 | |
Flytjandi | Sigurður Ólafsson, Sigurveig Hjaltested, tríó Bjarna Böðvarssonar, tríó Jan Morávek, hljómsveit Carl Billich |
Gefin út | 1958 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Sjómannavalsar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1958. Á henni syngur Sigurður Ólafsson fjögur lög þar af eitt með Sigurveigu Hjaltested. Tríó Bjarna Böðvarssonar, tríó Jan Morávek og hljómsveit Carl Billich leika undir. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmynd: Óskar Gíslason og teikning: Þorleifur Þorleifsson. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.