Fara í innihald

Sjómannavalsar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá EXP-IM 35)
Sjómannavalsar
Bakhlið
EXP-IM 35
FlytjandiSigurður Ólafsson, Sigurveig Hjaltested, tríó Bjarna Böðvarssonar, tríó Jan Morávek, hljómsveit Carl Billich
Gefin út1958
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Sjómannavalsar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1958. Á henni syngur Sigurður Ólafsson fjögur lög þar af eitt með Sigurveigu Hjaltested. Tríó Bjarna Böðvarssonar, tríó Jan Morávek og hljómsveit Carl Billich leika undir. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmynd: Óskar Gíslason og teikning: Þorleifur Þorleifsson. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.

  1. Sjómannavalsinn - Lag - texti: Svavar Benediktsson - Kristján frá Djúpalæk - Hljóðdæmi
  2. Síldarvalsinn - Lag - texti: Steingrímur Sigfússon - Haraldur Zophaníasson
  3. Stjörnunótt - Lag - texti: Þórður Halldórsson - Loftur Guðmundsson - Hljóðdæmi
  4. Á Hveravöllum - Lag - texti: Ásta Sveinsdóttir - Árni úr Eyjum