Jan Morávek og hljómsveit - 14 barnalög
Útlit
(Endurbeint frá EXP-IM 102)
14 barnalög | |
---|---|
EXP-IM 102 | |
Flytjandi | Jan Morávek og hljómsveit, börn úr Landakotsskóla, börn úr Brákarborg, Ragnheiður Gestsdóttir, Ágúst Óskar Atlason, Anna Ragnheiður og Axel Ammendrup |
Gefin út | 1962 |
Stefna | Barnalög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
14 barnalög er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1962. Á henni syngja börn, meðal annars úr Landakotsskóla og Brákarborg, 14 barnalög með hljómsveit Jan Morávek. Jan útsetur lögin. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Teikning á umslagi: Ó.T. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Göngum göngum
- Afi minn fór á honum Rauð
- Fuglinn segir bí, bí, bí
- Göngum við í kringum einiberjarunn
- Það búa litlir dvergar
- Hann Tumi fer á fætur
- Í skólanum - ⓘ
- Það er leikur að læra
- Litli gimbill
- A-B-C-D
- Dansi, dansi dúkkan mín
- Signir sól, stjörnustól
- Siggi var úti
- Trúðu á tvennt í heimi