Jan Morávek og hljómsveit - 14 barnalög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
14 barnalög
Forsíða Jan Morávek og hljómsveit - 14 barnalög

Bakhlið Jan Morávek og hljómsveit - 14 barnalög
Bakhlið

Gerð EXP-IM 102
Flytjandi Jan Morávek og hljómsveit, börn úr Landakotsskóla, börn úr Brákarborg, Ragnheiður Gestsdóttir, Ágúst Óskar Atlason, Anna Ragnheiður og Axel Ammendrup
Gefin út 1962
Tónlistarstefna Barnalög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

14 barnalög er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1962. Á henni syngja börn, meðal annars úr Landakotsskóla og Brákarborg, 14 barnalög með hljómsveit Jan Morávek. Jan útsetur lögin. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Teikning á umslagi: Ó.T. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Göngum göngum
 2. Afi minn fór á honum Rauð
 3. Fuglinn segir bí, bí, bí
 4. Göngum við í kringum einiberjarunn
 5. Það búa litlir dvergar
 6. Hann Tumi fer á fætur
 7. Í skólanum - Hljóðdæmi 
 8. Það er leikur að læra
 9. Litli gimbill
 10. A-B-C-D
 11. Dansi, dansi dúkkan mín
 12. Signir sól, stjörnustól
 13. Siggi var úti
 14. Trúðu á tvennt í heimi