E. T. A. Hoffmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
ETA Hoffmann 2.jpg

Ernst Theodor Wilhelm Hoffmann (24. janúar 177625. júní 1822) er þekktari undir höfundarnafninu E. T. A. Hoffmann (Ernst Theodor Amadeus Hoffmann) var þýskur rithöfundur ævintýra og hryllingssagna, lögfræðingur, tónskáld, tónlistargagnrýnandi og skopteiknari. Óperan Sögur Hoffmanns eftir Jacques Offenbach er byggð á sögum hans en Hoffman er söguhetja í þeirri óperu. Hoffman er höfundur sögunnar Hnotubrjóturinn og músakóngurinn en á þeirri sögu er hinn frægi ballett Hnetubrjóturinn byggður. Ballettinn Coppélia er byggður á tveimur öðrum sögum eftir Hoffmann og Kreisleriana eftir Schumann er byggð á sögupersónu í verkum Hoffmanns. Sögur Hoffmanns voru mjög vinsælar á 19. öld og hann var einn af aðalhöfundum rómantísku stefnunnar.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist