Fara í innihald

E. T. A. Hoffmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá E.T.A. Hoffmann)
E.T.A. Hoffmann, sjálfsmynd.

Ernst Theodor Wilhelm Hoffmann (24. janúar 177625. júní 1822), þekktari undir höfundarnafninu E. T. A. Hoffmann (Ernst Theodor Amadeus Hoffmann), var þýskur höfundur ævintýra og hrollvekja. Hann starfaði auk þess sem lögfræðingur, tónskáld, tónlistargagnrýnandi og skopteiknari. Óperan Ævintýri Hoffmanns eftir Jacques Offenbach er byggð á sögum hans en Hoffman er söguhetja í þeirri óperu. Hoffman er höfundur sögunnar Hnotubrjóturinn og músakóngurinn en á þeirri sögu er hinn frægi ballett Hnotubrjóturinn byggður. Ballettinn Coppélia er byggður á tveimur öðrum sögum eftir Hoffmann og Kreisleriana eftir Schumann er byggð á sögupersónu í verkum Hoffmanns. Sögur Hoffmanns voru mjög vinsælar á 19. öld og hann var einn af aðalhöfundum rómantísku stefnunnar.

Frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Rüdiger Safranski, E. T. A. Hoffmann: Das Leben eines skeptischen Phantasten, Munich 1984, ISBN 3-446-13822-6.
  • Penrith Goff, E.T.A. Hoffmann, in E. F. Bleiler, Supernatural Fiction Writers: Fantasy and Horror, New York 1985, pp. 111–120, ISBN 0-684-17808-7.
  • Gerhard R. Kaiser, E. T. A. Hoffmann, Stuttgart 1988, ISBN 3-476-10243-2.
  • Mike Ashley, Hoffmann, E(rnst) T(heodor) A(madeus), in David Pringle (ed.), St. James Guide to Horror, Ghost, and Gothic Writers, Detroit 1998, pp. 668-69, ISBN 9781558622067.
  • Fausto Cercignani, E. T. A. Hoffmann, Italien und die romantische Auffassung der Musik, in S. M. Moraldo (ed.), Das Land der Sehnsucht. E. T. A. Hoffmann und Italien, Heidelberg 2002, S. 191–201, ISBN 978-3-8253-1194-0.
  • Martin Willis, Mesmerists, Monsters, and Machines: Science Fiction and the Cultures of Science in the Nineteenth Century, Kent (Ohio) 2006, pp. 29–30.