Fara í innihald

Eðjusmiður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eðjusmiður (Bembidion grapii)

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia (Dýraríki)
Fylking: Arthropoda (Liðdýr)
Flokkur: Insecta (Skordýr)
Ættbálkur: Coleoptera (Bjalla)
Ætt: Carabidae (Járnsmiðsætt)
Ættkvísl: Bembidion
Tvínefni
Bembidion grapii

Eðjusmiður (Bembidion grapii) er bjalla sem tilheyrir járnsmiðsætt, og Bembidion-ættkvíslinni. Hún er tiltölulega ný í fánu nokkurra landa, eins og Kúrileyja, og er almennt lítið vitað um bjölluna.

Eðjusmiður er algengur í hita og köldum leirflögum á Íslandi. Útbreiðsla eðjusmiðs er um mest allt land en mest á láglendi. Smiðurinn finnst á Íslandi á svæðum þar sem hveravirkni hefur aukist sem leiddi til að aðrar tegundir sem þola ekki hitan hafa farið en eðjusmiðurinn helst. Hann hefur fundist á jarðhitasvæðum við Gunnuhver sem hefur stækkað mikið. Hann einkennir opin svæði og búist er við að hann muni fjölga sér á meðan gróður nær ekki að jafna sig, sem er þó á kostnað annarra smádýra sem voru á þeim svæðum og eru háð gróðri.

Útbreiðsla fyrir utan Ísland

[breyta | breyta frumkóða]

Eðjusmiður er norðlæg tegund sem nær þó eins sunnarlega og fjöll Nýja Englands. Eðjusmiður finnst líka á frekar þurri möl sem er blönduð með fínum sand þar sem það er lítið um gróður þar sem er jafnvel bara smávaxin mosi til staðar.

Bembidion grapii finnst meðal annars í Rússlandi, Norður Kóreu, Síberíu, Norður-Ameríku, Skandinavíu og Íslandi. Þar finnst hann líka í jarðveg nálægt litlum lækjum eftir skógarveg í greni-birki skógi. Í svartgreniskógi fannst smiðurinn á þeim nýju heitu svæðum sem voru nýbrunnin eftir náttúrulegan skógareld.

Lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Eðjusmiður er rándýr sem getur lifað á aðbornum dýrum sem eru dýr sem „eiga leið hjá“ eða fara óvart inn á heit svæði þrátt fyrir að geta ekki lifað þar og verða þá að auðveldari bráð.

Eðjusmiður finnst á gróðurrýrum svæðum, bæði fullorðin og ungviði finnast á sama búsvæði. Púpur og fullorðin dýr hafa fundist í júlí og ágúst sem bendir til að fullvaxin dýr fari í dvala um vetur.

  • Matthías Svavar Alfreðsson (2016). Mosabruninn á Miðdalsheiði 2007: Áhrif hans á smádýr (bls. 71). https://skemman.is/bitstream/1946/26190/1/Mosabruninn%20%C3%A1%20Mi%C3%B0dalshei%C3%B0i-%20%C3%A1hrif%20hans%20%C3%A1%20sm%C3%A1d%C3%BDr%20-%20Matth%C3%ADas%20S.%20Alfre%C3%B0sson.pdf
  • Neri, P., & Toledano, L. (e.d.). Bembidion (Ocydromus) primorjense n. sp. from Far Eastern Russia. Sótt af : http://www.ssnr.it/58-10.pdf
  • Paquin, P. (2008). Carabid beetle (Coleoptera: Carabidae) diversity in the black spruce succession of eastern Canada. Biological Conservation, 141(1), 261–275. https://doi.org/10.1016/j.biocon.2007.10.001
  • STÆKKUN REYKJANESVIRKJUNAR OG FREKARI NÝTING JARÐHITAVÖKVA MATSSKÝRSLA (bls. 129). (2009). https://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/642/07280-sk090629%20matssk%C3%BDrsla.pdf
  • Sundukov, Yu. N., & Makarov, K. V. (2016). New or little-known ground beetles (Coleoptera: Carabidae) of Kunashir Island, Kurile Islands, Russia. Rej, 25(1), 132. https://doi.org/10.15298/rusentj.25.2.01
  • NatureServe Explorer 2.0. (2024). Natureserve.org. https://explorer.natureserve.org/Taxon/ELEMENT_GLOBAL.2.109399/Bembidion_grapii