Fara í innihald

Dr. Jón Stefánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dr. Jón Stefánsson (6. nóvember 186220. júlí 1952) var íslenskur heimsborgari, ævintýramaður og fræðimaður. Hans helsta athvarf í hálfa öld var á Breska safninu (British Museum) í London. Jón var vel lesinn og umgengst marga fræga menn um dagana og sumum þeirra kynntist hann allvel. Hann kom heim til Íslands alkominn „hálfníræður unglingur“, eins og hann sagði í sjálfur í ævisögu sinni.

Jón fæddist að Grund í Gundarfirði. Faðir hans var bóndi, Stefán Jónsson, en móðir hans var Jakobína Thorsteinsen, dóttir Árna Thorsteinsen, sýslumanns. Bræður Jóns voru Stefán, sem varð læknir á Jótlandi, og Óli Steinbach, sem var tannlæknir á Ísafirði. Systur Jóns voru Kristensa, sem giftist Stefáni Kristjánssyni, skógarverði, og Kristín, sem giftist Bertram Blount, efnafræðingi í London. Hálfbróðir hans að föður var Stefán Guðmundur Stefánsson, cand. juris., síðast amtsskattstjóri í Varde á Jótlandi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.