Fara í innihald

Drína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drína á korti sem sýnir vatnasvæði Sövu
Svipmynd frá Drínu þar sem hún rennur nærri Bajina Bašta í Serbíu

Drína er fljót á Balkanskaga. Það er dragá, 346 km langt og fellur í fljótið Sövu, hægra megin og sunnan megin frá, en Sava fellur aftur í Dóná. Drína markar hefðbundin landamæri Bosníu og Hersegóvínu og Serbíu. Nafnið er afbökun á fornu latnesku nafni fljótsins, Drinus.

Upptök Drínu eru talin þar sem árnar Tara og Píva, sem báðar renna úr Svartfjallalandi, sameinast Bosníumegin við landamærin, við þorp sem heitir Šćepan Polje. Fljótið rennur svo í norður og fellur í Sövu við þorpið Crna Bara.

Drína er ekki fær skipum, en flúðasiglingar á kajökum eru stundaðar á henni. Fallhæð árinnar er mikil, eða um 360 metrar, og í henni eru þrjár vatnsaflsvirkjanir, en talið er að hún geti knúið nokkrar slíkar til viðbótar.

Drina er einnig heitið á tveim sígarettutegundum. Önnur er ein vinsælasta tegund í Serbíu, hin er ein vinsælasta tegundin í Bosníu, en báðar draga nafn sitt af ánni.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.