Don Rosa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Don Rosa í heimsókn í Finnlandi árið 1999

Gioachino 'Keno' Don Hugo Rosa, eða einfaldlega Don Rosa, (fæddur 29. júní 1951) er einn þekktasti höfundur og teiknari Andrésar Andar myndasagnanna. Nýjasta sagan hans heitir The Prisoner of White Agony Creek eða „Fanginn í Hvítkvalarlæk“.

Sagan á bak við teiknarann[breyta | breyta frumkóða]

Don Rosa ólst upp við að lesa myndasögublöð systur sinnar um Andrés Önd. Aðalteiknarinn þá var Carl Barks og var hann mikill innblástur fyrir Rosa. Í heimabæ sínum skapaði hann myndasögur fyrir blaðið „The Louisville Times“ sem nefndust „The Pertwillaby Papers“ og „Captain Kentucky“. Eftir mörg ár hætti hann í starfi sínu, sem hann hafði erft eftir föður sinn, og fór til útgáfufyrirtækisins Gladstone, sem þá gaf út Disney myndasögurnar. Hann spurði útgefendurna hvort þeir hefðu not fyrir teiknara. Þeir jánkuðu því.

Nokkrum vikum seinna kom fyrsta andarsagan eftir Don Rosa, The Son of the Sun, út í tímaritinu Uncle $crooge. Sagan var byggð á einni „Captain Kentucky“ sögunni.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Don Rosa er þekktur fyrir mikil smáatriði í teikningum. Hann þekkir heim Carl Barks mun betur en flestir aðrir teiknarar. Hann felur yfirleitt skammstöfunina D.U.C.K. í fyrsta ramma í sögu, en hún stendur fyrir Dedicated to Uncle Carl from Keno, eða tileinkað Carl frænda frá Keno.