Peter Cushing
Útlit
Peter Wilton Cushing (26. maí 1913 – 11. ágúst 1994) var enskur leikari sem varð fyrst þekktur fyrir hlutverk sín í hryllingsmyndum Hammer Productions á 6. áratug 20. aldar. Þekktasta hlutverk hans var þó líklega Tarkin stórmoffi í Stjörnustríð: Ný von (1977). Hann lék Doctor Who í tveimur kvikmyndum sem gerðar voru 1965 (Dr. Who and the Daleks) og 1966 (Daleks' Invasion Earth 2150 A.D.).