Djúpfyrirbæri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnuþokur í stjörnumerkinu Óríon.

Djúpfyrirbæri er stjarnfræðilegt fyrirbæri sem ekki er stjarna eða sólkerfisfyrirbæri (eins og reikistjarna, loftsteinn o.s.frv.).[1][2] Þetta hugtak er notað um alls konar fyrirbæri sem eru vart sýnileg með berum augum eða stjörnukíkjum, eins og stjörnuþyrpingar, geimþokur og stjörnuþokur. Elsti listinn yfir slík fyrirbæri er skrá Charles Messier yfir Messier-fyrirbæri frá 1774. Skráin innihélt 103 „geimþokur“ og önnur óljós og ógreinileg fyrirbæri sem virtust vera halastjörnur (rannsóknarefni Messiers) en voru það ekki. Framfarir í þróun stjörnukíkja urðu til þess að hægt var að greina hvað þessi fyrirbæri voru, miðgeimsský, stjörnuþyrpingar og stjörnuþokur.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fred Schaaf (1998). 40 Nights to Knowing the Sky: A Night-by-Night Sky-Watching Primer. Henry Holt and Company. bls. 113. ISBN 978-0-8050-4668-7.
  2. Ian Ridpath (2001). The Illustrated Encyclopedia of the Universe. Watson-Guptill Publications. bls. 273. ISBN 978-0-8230-2512-1.
  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.