Fara í innihald

Dikta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dikta
FæðingDikta
UppruniÍsland
Ár1999 - núverandi
StefnurRokk
ÚtgáfufyrirtækiKölski, Smekkleysa, Smarten-Up (Þýskaland)
MeðlimirHaukur Hreiðar Hauksson
Jón Bjarni Pétursson
Jón Þór Sigurðsson
Skúli Z. Gestsson
VefsíðaDikta.is

Dikta er íslensk hljómsveit, stofnuð árið 1999. Hún hefur gefið út fimm breiðskífur. Dikta hefur tvisvar hlotið verðlaun sem vinsælasti flytjandinn á Íslensku tónlistarverðlaununum, árið 2010 og 2011.[1]

Jón Bjarni Pétursson gítarleikari, Jón Þór Sigurðsson trommuleikari og Skúli Z. Gestsson bassaleikari voru allir í Garðaskóla, Garðabæ og æfðu í bílskúr Jóns Bjarna. Söngkona var upphaflega með sveitinni og með henni innanborðs tók hljómsveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar árið 1999. Þessi sama söngkona sagði síðar skilið við Diktu.[2] Síðar hittust Skúli og Haukur í strætó og þá var bandið fullskipað. Hljómsveitin tók aftur þátt í Músíktilraunum árið 2000 og komust í úrslit. Nafn sveitarinnar þýðir að semja, ljúga eða skálda. Orðið dikta þekkist jafnframt á sænsku í svipaðri merkingu. Þannig var lénið dikta.is frátekið af sænskum aðilum sem vildu selja það fyrir hálfa miljón íslenskra króna. Hljómsveitin tók þó ekki því boði og stofnaði síðuna dikta.net.[3]

Þriðja breiðskífa sveitarinnar, Get It Together, var 26 sinnum í röð á topp 30 lista plötulista Smáís og þar af margsinnis í fyrsta sæti listans.[4] Þessi sama plata hljómsveitarinnar hefur selst í rúmlega 10.000 eintökum og fengu meðlimir hljómsveitarinnar platínuplötu fyrir.

Fimmta breiðskífa Diktu, Easy Street, kom út í september 2015 en upptökum stjórnaði þýski upptökustjórinn Sky van Hoff. Útgáfutónleikar plötunnar fóru fram í Norðurljósasal Hörpu, 9. september 2015.[5]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Dikta stefnir enn hærra“. Sótt 11. janúar 2014.
  2. „Um hamingjuna og Stóra bróður“. Sótt 6. október 2010.
  3. „Byrjaði allt í strætó“. Sótt 6. október 2010.
  4. „Pottþétt, Eurovision og Dikta“. Sótt 6. október 2010.
  5. „Ný plata komin út með Diktu", skoðað 11. desember 2015