Deinarkos
Útlit
Deinarkos, (um 360 – 290 f.Kr.) var síðastur attísku ræðumannanna tíu. Hann var frá Kórinþu, sonur Sostratosar.
Deinarkos settist að í Aþenu ungur að árum. Hann var bæði nemandi Þeófrastosar og Demetríosar frá Faleron en gerðist snemma lögfræðilegur ræðuhöfundur að atvinnu. Þar sem hann var aðfluttur mátti hann ekki sjálfur taka þátt í stjórnmálum borgarinnar en hafði eigi að síður pólitísk ítök og áhrif.